Happ dagar

Happ býður upp á ferðir sem gætu breytt lífi þínu. Á Hótel Hengli og í Sion í Sviss bjóðum við upp á 3-6 daga dvöl þar sem þátttakendur læra um heilbrigði og hollustu á skemmtilegan hátt.
Haldnir eru fyrirlestrar um næringu og áhrif mataræðis og lífsstíls á andlega og líkamlega vellíðan. Fræðslan er styrkjandi og uppbyggileg og hugsuð sem veganesti í vegferð þátttakenda að betra lífi.
Markmið ferðarinnar er að þátttakendur öðlist vellíðan á líkama og sál. Meðan á dvölinni stendur kynnist þú þeirri einstöku upplifun sem á sér stað þegar borðaður er hollur matur og ástunduð góð hreyfing. Á hverjum degi verður farið í jóga og góðar gönguferðir. Þá er tilvalið að fara í heita pottinn og hægt er að fara í nudd.
Slástu í för með fagfólki sem mun leiða þig í allan sannleikann um nýjar leiðir að betra lífi.

Sendu okkur línu á happ@happ.is ef þú vilt nánari upplýsigar um næstu ferðir.