Matarpakkar

Heilbrigt mataræði

morgun-, hádegis- og kvöldverður - safi - snarl - eftirréttur

Við trúum á jafnvægi án öfga og vitum að grundvöllur góðrar heilsu er góð næring. Heilbrigt mataræði er fyrir þig ef þú vilt borða heilnæma fæðu úr hreinu hráefni. Við vörum þig við: þú mátt eiga von á minni sykurlöngun, meiri orku yfir daginn og auknum frítíma þegar við sjáum um að elda fyrir þig!
Inniheldur allar máltíðir dagsins. Matarpakkar eru tilbúnir kl.11:00

Verð: 5490 ISK á dag -

Létti pakkinn

morgun-, hádegis- og kvödverður - drykkur - snarl

Létti pakkinn inniheldur 5 hluti sem allir stuðla að því að létta þig bæði á líkama og sál. Í pakkanum er að finna morgunverð, hádegisverð og kvöldverð ásamt drykk og snarli sem eru sniðið að því að halda blóðsykrinum í jafnvægi og örva meltinguna. Þessi pakki hentar vel þegar þú þarft að létta þig um nokkur kíló, létta lundina og upplifa aukna orku um leið. Matarpakkar eru tilbúnir kl.11:00

 

Verð: 4290 ISK á dag -

Vinnupakki

hádegisverður - safi - snarl - sætur biti

Þú borðar morgunverð og kvöldverð með fjölskyldunni og við sjáum um næringu þína yfir vinnudaginn.  Matarpakkar eru tilbúnir kl.11:00

 

Verð: 3490 ISK á dag -

5:2 föstu-dagur

morgunverður - drykkur - kvöldverður

5:2 er afar þægileg og auðveld leið til að koma reglu á mataræðið og öðlast heilbrigðara líf.  Þú getur dregið úr líkum á mörgum gerðum langvinnra sjúkdóma og offitu sem í sjálfu sér er áhættuþáttur fyrir marga lífsstílstengda sjúkdóma. 
Aukaverkanirnar eru svo meiri gleði, grennra mitti, fallegri húð, bjartari augu og endalaus orka! Matarpakkar eru tilbúnir kl.11:00

 

Verð: 2990 ISK á dag -

Clean Gut

morgunverður - hádegisverður - hnetumix - drykkur - kvöldverður

Clean Gut er matarpakki sem er laus við gluten, sykur og mjólkurvörur.  Uppistaðan í þessum mat eru plöntur og prótín.  Við notum hreinan fisk og kjöt með grænmeti.  EInnig grænmeti og aðra prótíngjafa svo sem baunir og quinoa.  Við mælum með þessum matarpakka í 3 vikur ásamt sérvöldum bætiefnum sem stuðla að því að byggja upp heilbrigða þarmaflóru og koma meltingunni í gott lag.  Matarpakkar eru tilbúnir kl.11:00

 

Verð: 5690 ISK á dag -

Úthaldspakkinn

morgunverður - hádegisverður - snarl - drykkur - kvöldverður

Úthaldspakkinn er matarpakki sem er sérhannaður fyrir orkuboltana.  Stútfullur af orku og næringu til að duga þér út daginn hvort sem að verkefni dagsins innihalda hlaup, hjólreiðar eða aðrar úthaldsmiklar æfingar. Matarpakkar eru tilbúnir kl.11:00

Verð: 5690 ISK á dag -

Safar

Stundum duga engin vettlingatök og þú þarft á góðri hreinsun að halda. Þú getur náð nýju og betra jafnvægi með því að taka nokkurra daga safakúr. Við mælum með 3-5 dögum í einu. Veldu þá hreinsun sem hentar þér. Við bjóðum upp á 3 gerðir. Sú litríka inniheldur 6 ávaxta- og grænmetissafa ásamt möndlumjólk. Sú græna er fyrir lengra komna og inniheldur eingöngu græna safa. 50/50 er góð trefjarík hreinsun og inniheldur morgungraut og súpu ásamt 4 grænum drykkjum.

Litrík hreinsun

5 ávaxta- og grænmetisdrykkir, 1 chia drykkur

Stundum duga engin vettlingatök og þú þarft á góðri hreinsun að halda. Þú getur náð nýju og betra jafnvægi með því að taka nokkurra daga safakúr. Við mælum með 3-5 dögum.

Inniheldur 5 stk 0,5l grænmetis- og ávaxtasafa og 1 chia drykk. Matarpakkar eru tilbúnir kl.11:00

 

Verð: 6990 ISK á dag -

Græn

6 x grænir drykkir

Þessi hreinsun er fyrir lengra komna.  Hún inniheldur 6 græna drykki.  Tveir þeirra eru trefjaríkir hristingar.  Tveir eru hreinsandi grænir úr þurrkuðum grösum, grænmeti og þörungum og aðrir tveir eru grænmetissafar.  Matarpakkar eru tilbúnir kl.11:00

 

Verð: 5990 ISK á dag -

50/50

morgunverður - kvöldverður - 4 drykkir

Þetta er trefjarík og afar árangursrík hreinsun.  Hún innihledur fjóra drykki, tvo trefjaríka hristinga og tvo græna drykki úr þurrkuðu grænmeti, grösum og þörungum.  Að auki færðu morgungraut með hörfræjum og súpu í kvöldmat.  

Matarpakkar eru tilbúnir kl.11:30

 

Verð: 5690 ISK á dag -